Fjölskyldan á Austurgötu 47

Urta Islandica er fjölskyldufyrirtæki í hjarta Hafnarfjarðar og hefur verið starfandi síðastliðin 10 ár.
Fyrirtækið hefur frá því í byrjun árs 2020 stefnt að því að opna Matarbúð.
Matarbúðin er byggð á hugmynd sem okkur hefur lengi dreymt um, verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum.
Við höfum endurvakið mjólk í flösku og komið upp skilakerfi fyrir glerumbúðir verslunarinnar.

Við höfum komið upp sérstakri þvottastöð sem mætir ströngum reglum hvað varðar allt hreinlæti og sótthreinsun og sett upp þæginlegt skilakerfi fyrir viðskiptavini.
Við munum bjóða uppá ýmsar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim.
Við munum bjóða uppá heimsendingar þar sem pantanir þurfa að berast fyrir klukkan 14 daginn áður, en framleitt verður upp í pantanir.
Við fjölskyldan erum virkilega spennt fyrir því að geta boðið ykkur uppá þessa þjónustu og hlökkum til að hefja þetta verkefni með ykkur.
Vöruúrvalið má finna á www.matarbudin.is, við tökum á móti pöntunum í gegnum vefsíðuna okkar og hægt er að senda fyrirspurnir á matarbudin@matarbudin.is og heyra í okkur í síma 4701300.

Við vonumst til þess að Hafnfirðingar taki vel í þessa viðbót við fallegu verslunarflóruna sem við njótum hér í Hafnarfirði og munu eiga góðar stundir við að versla við heimabyggð.

Þóra Þórisdóttir – Framkvæmdastjór

Sigurður Magnússon – Framleiðslustjóri

 

Guðbjörg Lára Sigurðardóttir – Hönnun og framleiðsla.

Kolbeinn Lárus Sigurðsson – Tækni, tæki og tól