Friðhelgisstefna

Friðhelgisstefna Matarbúðarinnar

Vefstjórn Matarbúðarinnar er skyldug til þess að varðveita þær upplýsingar sem þú hefur treyst okkur fyrir. Við gerum allt til þess að halda þeim upplýsingum öruggum. Okkar friðhelgisstefna er byggð á reglugerð Evrópusambandsins „General Data Protection Regulation (GDPR).

Við söfnum upplýsingum í þeim tilgangi að betrumbæta þjónustu okkar, samskipti við viðskiptavini, til að geta stundað viðskipti á netinu, bjóða þjónustu og fyrir aðra liði nefnda hér að neðan.

Persónu upplýsingar geymsla og notkun

Við söfnum og notum þínar persónu upplýsingar eingöngu með þínu leyfi. Með þínu leyfi söfnum við frá þér : Nafni, Fæðingardegi, Netfangi, Símanúmeri, Heimilisfangi og greiðsluupplýsingum.

Geymsla og notkun þessara upplýsinga eru gerð í samræmi við reglur Evrópska sambandsins og Íslenskum lögum.

Gagnageymsla, breyting og eyðsla

Notendur sem hafa gefið Matarbúðinni persónu upplýsingar eiga alltaf þann rétt til að breyta eða eyða þessum upplýsingum og rifta leyfi til gagnasöfnunnar. Að venju eru þessar upplýsingar geymdar til 6 mánaða nema að aðgangur að síðunni hafi verið stofnaður þá eru þær upplýsingar geymdar þar til aðgangi er eytt að beiðni notenda. Eftir notkun á þessum upplýsingum er þeim eytt. Ef að þú vilt sjá þær upplýsingar sem við höfum um þig að geyma hafðu samband við matarbudin@matarbudin.is.

Notkun á tækniupplýsingum

Skráning yfir þær IP tölur, tími heimsóknar, vafrastillingar, stýrikerfis upplýsingar og aðrar upplýsingar eru vistaðar í gagnagrunn Matarbúðarinnar þegar þú heimsækir síðuna. Þessar upplýsingar eru notaðar til bæta  virkni síðunnar.

Ungt fólk

Fólk yngra en 18 má ekki safna upplýsingum um án leyfi foreldra og ef að þú veist til þess að barn þitt hafi gefið upp þessar upplýsingar án þíns leyfis er hægt að hafa samband við okkur matarbudin@matarbudin.is og þeim verður eytt.

Notkun vafrakaka (cookies)

Við notum vafrakökur til þess að geta birt vefsíðuna rétt, þetta eru litlar skrár sem eru geymdar á þínu tæki. Þær hjálpa vefsíðunni að muna upplýsingar um þína notkun á vefnum. Þessar upplýsingar gera það auðveldara að nota vefsíðuna.

Þjónustur sem við notum til að greina þínar upplýsingar

Þessi vefur notar þriðja aðila þjónusturnar Google Analytics, AdSense og Facebook, sem sjá um að safna gögnum óháð okkur.

Gögn sem eru söfnuð af þessum þjónustum kunna að vera notaðar til annarrar þjónusta innan þeirra vefsvæða.  Þessar upplýsingar eru notaðar fyrir notendasniðnar auglýsingar.