ZigaForm version 5.2.6

Afhending & skilmálar

Afhending og sendingarkostnaður:

Allar pantanir sem berast fyrir kl 16.00 eru afgreiddar og keyrðar út á milli 09-19 næsta dag.

sendar með pósti samdægurs nema þær innihaldi kælivöru, sem ekki er hægt að senda með pósti (sjá upplýsingar um afhendingar kælivöru neðar). Afhendingartími póstsins er 1-3 virkir dagar innanlands og afhent er á pósthúsi viðtakanda. Sendingarkostnaður er 999 kr fyrir allar póstsendingar innanlands undir 5.000 krónum, eða 499 kr fyrir sendingu á næsta pósthús. Frí póstsending er á pöntunum innanlands frá 5.000 kr.

Gegn 1.499 kr gjaldi fást sendingar keyrðar heim samdægurs á virkum dögum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sé pöntun gerð fyrir kl 13.00. Sé pantað eftir þann tíma er varan keyrð út næsta virka dag. Fyrirtækjum sem hafa áhuga á reglubundnum viðskiptum er bent á að hafa samband við okkur varðandi afhendingar og skilmála.

Afhending kælivöru:

Kælivara og sendingar sem innihalda kælivöru er eingöngu afhent á staðnum eða með útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu innan sólarhrings (1.499 kr). Ástæðan er sú að afhendingartími póstsins er of langur til að tryggja gæði kældra matvæla. Viðskiptavinir utan höfuðborgarsvæðisins geta óskað eftir afhendingu til flutningsaðila sem býður upp á kælivöruflutninga, t.d. Flytjandi, Landflutningar eða innanlandsflug.

Pantanir:

Pöntun er staðfest þegar greiðslu er lokið. Kaupandi fær senda kvittun í tölvupósti. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslugátt Korta.  Vinsamlegast hafið samband ef óskað er eftir að greiða með millifærslu eða öðrum hætti.

Vöruverð:

Verð á öllum vörum er birt í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti, með fyrirvara um innsláttarvillur og myndavíxl. Sendingarkostnaður bætist við í lok kaupferlis og áður en greiðsla fer fram. Matarbúðin áskilur sér rétt til að bakfæra og hafna viðskiptum hafi rangt verð verið birt með vöru. Matarbúðin áskilur sér rétt til að breyta vöruverði án fyrirvara.

Skilaréttur:

Vörum má skila ónotuðum og í heilum, órofnum umbúðum innan 14 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um skemmda vöru sé að ræða eða ranga afgreiðslu pöntunar. Samsettum vörum, m.a. kössum sem seldir eru í einu lagi með blönduðum vörum, fæst aðeins skilað með öllu upprunalega innihaldi í heilum, órofnum umbúðum. Ekki er hægt að skila hluta af vörum úr blönduðum kössum.

Varnarþing:

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 20. október 2018.

Friðhelgisstefna:

Smelltu hér til að lesa friðhelgisstefnu okkar.

Upplýsingar um seljanda:

Rekstraraðili Matarbúðin Nándin er Urta Islandica ehf, kt 650113-0120. Vsk nr: 113129.

Skrifstofa og lager eru staðsett að Austurgötu 47, 220 Hafnarfirði.

Hafið samband á matarbudin@matarbudin.is eða í síma 470-1300.

 

Skilmálar